Lærðu af öðrum og kynntust sögu Póllands

gdynia_2-77

Við fengum þann frábæra og ómetanlega heiður að taka þátt í námskeiði á vegum YES og KFUM í Evrópu. Námskeiðið var haldið í Gdynia í Póllandi og við ásamt 35 öðrum þáttakendum frá mismundandi þjóðum allstaðar að úr Evrópu (plús Kanada) tókum þátt í þéttri og frábærri þjálfun sem búin var til af YES liðinu. Tinna Rós, formaður alþjóðaráðs KFUM&KFUK og stjórnarmeðlimur YES var öflug ásamt teyminu sínu og var Íslandi til fyrirmyndar með góðum störfum sínum.

Námskeiðið snérist um að búa til undirbúning á verkefni sem hver þáttakandi kom með á námskeiðið og vildi koma frá sér í sínu KFUM. Við Dagrún komum með verkefni sem snérist um heimilisofbeldi og upplýsun þess en við viljum auka umræðu um heimilisofbeldi í samfélaginu og auka ábyrgð hvers og eins í garði þess.

Dagskráin var þétt og stjórnað að stjörnuliði YES. Þáttakendurnir tóku einnig þátt í dagskrá námskeiðisins með alls kyns leikjum og athugasemdum. Námskeiðið einblíndi mikið á verkefnavinnu þáttakenda og var beytt svokallaðri „jafningja til jafningja“ aðferð (e. peer to peer training). Þar er einblínt á að læra af hvoru öðru í stað þess að hlusta á reynda fræðimenn og konur í margar klukkustundir. Við fengum auðvitað stuðning frá reyndum aðilum YES, YMCA Europe og meistara Romulo Dantas frá Heimssambandi KFUM.

Á námskeiðinu var einnig tekin fyrir saga staðarins sem við vorum á. Við horfðum á leikna mynd um upphaf falls Sovétríkjanna og fórum á raunveruleika staðinn þar sem það hófst og fengum að finna fyrir orku fólksins sem að fórnaði lífi sínu svo að komandi kynslóðir þurftu ekki að lifa undir kúguninni sem ríktí á þeim tíma. Við fórum á safn þar sem sýning var frá tíma kommúnismans, því hvernig fólkið lifði, hvað það þurfti að þola og hvað það gerði til þess að bjarga komandi kynslóðum. Það var mjög hughreystandi og maður getur ekkert annað en eflst, og þakkað fyrir daglegt brauð eftir svona reynslu. Takk.

Daníel Bergmann og Dagrún Linda Barkardóttir