Dagrún segir frá árslöngu sjálfboðastarfi sem hún tók þátt í.

Ég heiti Dagrún og mig langar að segja þér frá besta ári lífs míns í stuttu máli.

Í byrjun ársins 2014 var ég að leggja af stað í ferðalag sem átti eftir að breyta miklu í lífinu mínu. Þá hafði ég ekki hugmynd um hvað ég vildi gera í framtíðinni, við hvað ég vildi vinna, hvort ég vildi stóra fjölskyldu eða fjölskyldu yfir höfuð, ég hafði ekki hugmynd um næsta skref í lífinu, en fjölskyldan mín gat ekki hætt að spurja og fannst ,,ég veit það ekki“ ekki viðunandi svar. En lausn vandamála minna kom og í ágúst það árið gat ég stungið af í annað KFUM úti í heimi og frestað þessum spurningum í 1 ár. Ég var farin að taka þátt í Hausteam.

Það var margt um að vera og alltaf hægt að finna sér nóg að gera með öllu fólkinu í kring.

Það var margt um að vera og alltaf hægt að finna sér nóg að gera með öllu fólkinu í kring.

Hausteam eða ,,Hústeymi“ eins og það beinþýðist yfir á íslensku, er prógramm innan KFUM og K í Munchen (CVJM München) saman sett af ungu fólki sem býr saman og vinnur sjálfboðavinnu. Ég var mjög heppin með vinnu og fékk að prófa næstum allt, á meðan ég var að kynnast tungumálinu betur var ég að vinna á hótelinu í 4 mánuði, við það að þrífa og sjá um morgunmat og þess háttar. Síðan var ég færð yfir í stúdentaíbúðir þar sem ég var líka að þrífa og hjálpa til við alskonar, þá var ég einnig sett í frístundaheimilið og að fara í skóla í nágrenninu 4 daga vikunnar að hjálpa börnum með heimavinnu. Skólinn er með sér deild fyrir útlensk börn, þeas börn innflytjenda og mikið um börn flóttamanna, sem var mjög gefandi og fræðandi. Þrif voru stór hluti af starfinu mínu og mér finnst satt að segja mjög leiðinlegt að þrífa, en það sem gerði þrifin mjög skemmtileg voru hinir sjálfboðaliðarnir sem ég vann með. Þetta prógramm sem við vorum hluti af fólst samt ekki bara í því að þrífa og vinna, heldur einbeita Hausteam leiðtogarnir sér að því að hjálpa okkur að finna sjálf okkur í trúnni og hjálpa okkur að styrkja sambandið við sjálf okkur og Guð. Til þess hittumst við reglulega og fórum í ferðalög og á námskeið.

Þegar ég fór út datt mér ekki í hug að ég þyrfti að styrkja sambandið mitt við Guð, mér fannst við vera rosa náin bara og þyrftum ekkert að vera að kynnast betur. Ég komst fljótt að því að það var margt í trúnni sem ég átti eftir að kynnast sem ég hafði ekki heyrst minnst á áður og margt öðruvísi í þessu Kristna samfélagi í Þýskalandi heldur en því sem ég hafði vanist á Íslandi. Fyrst fannst mér það frekar yfirþyrmandi og ég vissi ekki hvað væri eiginlega að mér að vera þarna úti enná, en ég hélt það út og það hjálpaði mér mikið. Eitt af því sem hjálpaði mikið var að tala við stelpurnar sem ég bjó með og mentorinn minn. Allir fá úthlutaðan mentor sem maður hittir amk einu sinni í mánuði og talar við um það sem maður vill. Eitthvað sem hjálpaði mér líka mikið var að vita að ég var ekki ein að venjast þýskri menningu, mentorinn minn er heldur ekki þýsk, en er búin að búa þar í núna yfir 2 ár og gift þýskum manni. Það var mjög gott að vita að ég var ekki ein í strögglinu að þykjast vera Þjóðverji.Hún hjálpaði mér líka að skilja margt sem tengist trúnni og bað mikið fyrir mér. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst fátt dýrmætara en að vita það að það er einhver sem tekur sér tíma til þess að biðja fyrir mér. Ég veit sem sagt núna að það er ótrúlega dýrmætt að geta endurnýjað sambandið við Guð reglulega og vera alltaf að kynnast honum betur og betur.

Ég kom heim í ágúst 2015 með virkilega blendnar tilfinningar. Ég var að yfirgefa stað sem var mér virkilega mikilvægur og sárt að fara frá, en ég var hins vegar búin að finna út hvað ég vildi gera við framtíðina mína og gat byrjað að vinna mig nær henni. Ég eignaðist vini fyrir lífstíð og á mér annað heimili úti í heimi. Ég og Guð höfum aldrei verið nánari og ég hef aldrei verið jafn viss um hvað ég vil í lífinu. Ég hef aldrei haft jafn hátt sjálfstraust, ég hef aldrei verið í meira jafnvægi og í fyrsta sinn veit ég nákvæmlega hvar línan mín liggur og læt ekki vaða yfir mig. Í stuttu máli kynntist ég sjálfri mér og varð nánari Guði en nokkru sinin fyrr.

#Bestaákvörðunlífsmíns!
-Dagrún

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s