Fær að vinna með börnum í Þýskalandi

Leiðtoginn og sumarbúðastarfsmaðurinn Dagrún Linda Barkardóttir (22 ára) flutti til Munchen, Þýskalandi, í lok ágúst til að taka þátt í árslöngu verkefni með CVJM. Hér segir hún okkur frá fyrsta mánuðnum sínum þar í landi.

Komiði sæl kæru lesendur!

Æj nei, ég er ekki svona formleg. Ég veit bara ekki alveg hvernig maður skrifar blogg, en ég ætti kannski að kynna mig.

Ég heiti Dagrún Linda og er búin að vera í München, Þýskalandi undanfarinn mánuð og verð hér næstu 11 mánuði. Hvað er ég að gera? Jú bara að leita á vit ævintýranna! Ég er að vinna fyrir CVJM sem er einmitt KFUM á þýsku. Hér er ég s.s. stödd í prógrammi sem heitir Hausteam. Við erum 20 saman í þessu prógrammi, 9 strákar og 11 stelpur, við stelpurnar búum allar saman á 6. hæð en strákarnir búa saman í sama húsi á 1. hæð. Við erum í allskonar störfum, flestar stelpurnar þurfa eitthvað að vinna við að þrífa eða elda á hótelinu og svo eru 2 sem vinna við þrif á húsinu þar sem við búum og svo eru nokkrar sem fá (fyrir utan að elda og þrífa) að vinna með börnum. Ég er ein af þeim sem fær að gera það. Ég verð hluti af svokölluðu OGS, við s.s. förum í skóla hér nálægt og hjálpum börnum á aldrinum 11-15 ára með heimalærdóminn, svo förum við með þau í frístundaheimili, sem er reyndar í sama húsi og ég bý. OGS starfið er ekki byrjað enn þar sem skólarnir eru ekki byrjaðir. Fyrir utan sjálfa vinnuna fáum við að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi eins og er heima á Íslandi. Þ.e.a.s. vetrarstarfið, æskulýðsfundir, kaffihúsakvöld, æskulýðsfundir fyrir fullorðna og eldri, og e-ð miklu fleira! Starfið hérna er aðeins stærra en heima á Íslandi, enda búa 1 milljón fleiri hérna í borginni heldur en á öllu Íslandi. Sjálfboðaliðastarfið er ekki byrjað heldur enda er bara rétt að detta í haust hérna og allt að byrja bara handan við hornið. Ég er ekki með það á 100% hreinu hvenær það verður, en þetta eru Þjóðverjar sem sjá um þetta og það er engin lygi hvað Þjóðverjar eru skipulagðir og með allt á hreinu. Það mun ekkert fara framhjá mér hvenær neitt byrjar því það eru örugglega að minnsta kosti 3 manns með það á verkefnalistanum að segja mér frá hlutunum og svo um það bil 5 aðrir sem segja mér svo frá því líka til öryggis ef ég skildi ekki vita eða ef ég hefði ekki skilið eitthvað.

Þannig hér er allt á hreinu. Ég fer á þýskunámskeið á hverjum virkum degi og er öll að koma til í tungumálinu. Ég skil orðið lang flest og get gert mig skiljanlega á þýsku, en það er ansi erfitt að tala þetta blessaða tungumál. Enda með ágætlega flókinni málfræði sem er reyndar alveg eins og íslenska! Þessi mánuður er búinn að vera æðislegur, ég er búin að kynnast æðislegu fólki og þetta ár sem ég verð hérna lítur út fyrir að verða æðislegt! Ég hálfpartinn kvíði því að þurfa að kveðja og fara heim eftir 11 mánuði… En við sjáum til, það verður örugglega rosalega gaman að koma heim aftur!

Bis später!
Dagrún

Dagrún  fyrir miðju.

Dagrún er hér (fyrir miðju) með vinkonum sínum og samstarfskonum úr Vindáshlíð, Pálínu Agnesi og Guðlaugu Maríu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s