Endurnýjaði lífskraftinn á Global Week í Noregi

Leiðtoginn og KSS stjórnarmaðurinn Ísak Henningsson (18 ára) var fulltrúi Íslands á Global Week og TT Festival, á vegum Y Global í Noregi 19-29 júní síðastliðinn. Hér segir hann frá ferðinni.

Ísak umvafinn nýjum vinum frá Noregi, Tékklandi, Madagaskar og Sri Lanka.

Ísak umvafinn nýjum vinum frá Noregi, Tékklandi, Madagaskar og Sri Lanka.

Ég lagði af stað til Noregs fullur eftirvæntingar en um leið örlítið kvíðinn. Aldrei áður hafði ég farið erlendis án þess að þekkja sálu. Sem betur fer þá hitti ég tvær vinkonur mínar úr KSS á flugvellinum og kom í ljós að við vorum öll á leiðinni til Osló. Þvílík tilviljun!  Eða hvað? Ég róaðist að minnsta kosti við að hitta þær. Þær voru á vegum Changemakers á meðan ég var á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK. Svo hitti ég hópinn minn, 50 ungmenni frá 14 mismunandi löndum, til dæmis Madagascar, Kenýu, Sri Lanka og Armeníu. Við gistum eina nótt á hosteli í Osló og fórum í skoðunarferð um borgina áður en við héldum til Gjøvik,  þar sem Global Week 2014 yrði haldið. Þar gistum við í lýðháskóla niður við strönd stærsta stöðuvatns í Noregi. Ekki slæmt!Á Global Week hlustuðum við á marga áhugaverða fyrirlestra, meðal annars um Stop Poverty herferðina og Free Palestine verkefni á vegum Y Global, og fórum í leiðtogaþjálfun og lærðum listina að segja sögur sem mér fannst áhugaverðast. Einnig deildum við menningu landa okkar á Menningarkvöldi sem var hápunktur ferðarinnar að mínu mati. Það var unun að sjá alla mismunandi dansana, tónlistina og siðina frá 14 löndum! Eftir Global Week þá var okkur boðið að taka þátt í TT hátíðinni,  kristni hátíð fyrir 1500 UD KFUM/K unglinga í Noregi. Margir þátttakendur gerðu það og var ég einn þeirra. Hlutverk okkar var að vera skemmtileg og fjölmenningarleg. Við sáum um Global Café þar sem við seldum Fairtrade vörur og fræddum norska unglinga um Stop Poverty og Free Palestine. Risastór umgjörð var um hátíðina og kvöldvökur í risastórum sal inni í helli, kallaður Fjellhallen þar sem við sáum um t. d. dans á opnunarhátíðinni og margt fleira. Ég var vægast sagt leiður við brottför en þó þakklátur og með endurnýjaðan lífskraft, tilbúinn til að takast á við ný verkefni heima fyrir.

Stop Poverty herferðin stóð fyrir frábæru partýi á TT hátíðinni.
Stop Poverty hópurinn stóð fyrir risa partýi á TT hátíðinni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s